Silfrastaðakirkja (1896)

Silfrastaðakirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Silfrastaðir er bær og kirkjustaður í mynni Norðurárdals  í Skagafirði.

Torfkirkja sem áður var á Silfrastöðum, byggð 1842, er nú í Árbæjarsafni í Reykjavík. Kirkjan sem þar er núna er áttstrend að lögun, byggð árið 1896 (vígð 12. júlí).

Silfrastaðakirkja er timburhús áttstrent að grunnformi, 6,47 m að þvermáli en hliðar 2,70 m að lengd, og með tvískiptan turn við vesturstafn, 1,49 m að lengd og 2,05 m á breidd. Þakið er krossreist upp af hliðarveggjum og tengt stöpli en gaflsneitt yfir kór og hvorum megin stöpuls. Kirkjan er klædd sléttu járni og stendur á steinhlöðnum steinsteyptum sökkli. Á sex hliðum kirkju eru bogadregnir smárúðóttir steypujárnsgluggar og einn minni á framhlið stöpuls. Stöpull er mjór að neðan en efri hluti hans breiðari og gengur inn á þak kirkju. Á honum er áttstrent þak og á því áttstrendur turn með átta stoðum sett burstlaga opum undir áttstrendri spíru. Fyrir kirkjudyrum er spjaldsett hurð og bogagluggi yfir.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. L nr. 88/1989.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Silfrastaðakirkja - Staðsetning á korti.

 


Silfrastaðakirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd