Skálholt (1963)

Skálholt

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Skálholt er einn af mikilvægustu sögustöðum á Íslandi. Fyrsti biskupinn í Skálholti, Ísleifur, var vígður í Bremen árið 1056. Hann var sonur eins af leiðtogum kristinna manna á Alþingi árið 1000 og voru þeir frændur Ólafs konungs Tryggvasonar.

Gissur, sonur Ísleifs, varð næsti biskup og gaf hann kirkjunni Skálholt með þeim ummælum að meðan kristni og byggð héldist í landinu ætti Skálholt að vera biskupsstóll. Frá Skálholti var hin unga kirkja skipulögð. Þar varð mikilvægasta miðstöð mennta og stjórnsýslu í margar aldir. Í kirknatali Páls Jónssonar biskups frá því um 1200 er sagt að Skálholt sé dýrlegastur bæja á Íslandi.

Frægastur Skálholtsbiskupa er eflaust Þorlákur helgi sem dó 1193 og hefur verið nefndur verndardýrlingur Íslendinga. Eftir siðbreytinguna á 16. öld hélt Skálholt mikilvægi sínu sem skólasetur og kirkjuleg menningarmiðstöð. Í gegnum skólahaldið í Skálholti og á Hólum bárust erlend menningaráhrif til landsins og þar var oft veitt sú forysta sem þurfti til að varðveita hinn íslenska menningararf.

Þegar líða tók að þúsund ára afmæli biskupsstóls á Íslandi jókst áhugi ýmsra fyrir endurreisn Skálholts í einhverri mynd. Húsameistara ríkisins, Herði Bjarnasyni, er þá falið að teikna nýja Skálholtskirkju á grunni þeirrar, ,,er að réttu kallast andleg móðir allra annarra vígðra húsa á Íslandi.“ (Hungurvaka).

Á Skálholtshátíð 1956 er lagður hornsteinn hinnar nýju kirkju en sjálf var kirkjan vígð 1963 af biskupi landsins, dr. Sigurbirni Einarssyni. Á vígsludegi þann 21. júlí afhenti kirkjumálaráðherra, dr. Bjarni Benediktsson, þjóðkirkjunni Skálholt til varðveislu og eflingar kristninni í landinu.

Listi yfir Skálholtsbiskupa.


 

Skálholt - Staðsetning á korti.

 


Skálholt - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd