Skeiðflatarkirkja (1900)

Skeiðflatarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Skeiðflatarkirkja er í Víkurprestakalli í Skaftafellsprófastsdæmi. Kirkjan, sem nú stendur er í Út-Mýrdal hjá Litla-Hvammi, var byggð árið 1900 og tekur 100 manns í sæti.  Samúel Jónsson frá Hunkubökkum á Síðu var kirkjusmiður. Í henni er altaristafla eftir eftir Anker Lund og skírnarsárinn eftir Jörund Gestsson á Hellu.  Þegar kirkjan var byggð, sást hún ekki frá kirkjustaðnum, en síðan hefur bærinn á Skeiðflöt verið færður.  Það mun vera einsdæmi, að kirkja sjáist ekki frá kirkjustað, og líklega má rekja ástæðuna til þess, að bændur tímdu ekki að láta land undir hana. 

Árið 1898 var ákveðið að leggja niður kirkjurnar á Dyrhólum og Sólheimum og sameina sóknirnar um kirkju á Skeiðflöt. Árið 1880 voru gömlu Sólheima- og Reynisþingin sameinuð í eitt brauð, Mýrdalsþing, sem nú er Víkurprestakall.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Skeiðflatarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Skeiðflatarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd