Skeljastaðakirkja (2000)

Skeljastaðakirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Skeljastaðakirkja var vígð 22. júlí árið 2000.

Skeljastaðakirkja er smíðuð eftir tilgátu um kirkju sem fannst við fornleifarannsóknir á Stöng í Þjórsárdal og við smíðina var stuðst við ýmsar aðrar heimildir um kirkjur á fyrstu öldum kristni á Íslandi.

Gunnar Bjarnason húsasmíðameistari smíðaði kirkjuna eftir teikningu og forsögn Hjörleifs Stefánssonar arkitekts. Gunnar sagði kirkjuna smíðaða úr rekaviði af Ströndum, einkum lerki og furu. Hún var sýnd árið 1997 á íslensk-norskri sýningu um miðaldakirkjur og kirkjulist í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu en sjóðurinn Þjóðhátíðargjöf Norðmanna kostaði þá sýningu. Var ákveðið að framtíðarstaður kirkjunnar yrði síðan við Þjóðveldisbæinn.

Þjóðveldisbærinn er reistur sem tilgáta Harðar Ágústssonar um bæinn sem rannsakaður var á Stöng árið 1939 og árið 1986 hóf Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson nýja rannsókn þar. Komu þá m.a. í ljós rústir kirkjunnar og er torfkirkjan að nokkru leyti túlkun á fornleifarannsókn Vilhjálms.

Forsætisráðuneytið, Landsvirkjun og Gnúpverjahreppur kostuðu smíði kirkjunnar og gerð Þjóðveldisbæjarins.

Ljósmynd Jóna Þórunn.


 

Skeljastaðakirkja - Staðsetning á korti.

 


Skeljastaðakirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd