Skinnastaðarkirkja (1854)

Skinnastaðarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Skinnastaðakirkja er í Skinnastaðarprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi.  Kaþólskar kirkjur þar voru helgaðar Pétri og Páli postulum. Skinnastaðaprestar þjónuðu mörgum hálfkirkjum og bænhúsum á miðöldum, s.s. í Hafrafellstungu, Klifshaga og jafnvel í Möðrudal á Fjöllum var útkirkja þaðan.

Prestakallið er eitt hið víðlendasta á landinu, einkum, þegar Hólsfjöll lágu til brauðsins. Timburkirkjan, sem nú stendur, var byggð 1854.  Hún er með turni og tekur 70 manns í sæti. Skarsúðin í loftinu er blámáluð og skreyttur bogi yfir kórdyrum.

Arngrímur Gíslason, listmálari í Öxarfirði, skreytti kirkjuna í upphafi með rósafléttum á veggjum og öðru málverki. Um aldamótin 1900 var þakturninn tekinn af kirkjunni og söngloft smíðað.  Síðar var kirkjan múrhúðuð að utan. Hún var lagfærð í tilefni aldarafmælisins og þá var nýr þakturn settur á hana. Þá endurnýjaði hinn listfengi bóndi, Helgi Gunnlaugsson á Hafurstöðum, hinar gömlu veggskreytingar.

Meðal góðra gripa kirkjunnar eru tveir voldugir koparstjakar, sem séra Jón Einarsson gaf henni 1694, silfurkaleikur og patina frá því um 1790, tvær gamlar klukkur, önnur frá 1824 og hin er eldri, forn prédikunarstóll í endurreisnarstíl og skírnarsár úr eik, sem gefinn var til minningar um Hjörleif Guttormsson.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Skinnastaðarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Skinnastaðarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd