Skútustaðakirkja (1863)

Skútustaðakirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Skútustaðakirkja er í Skútustaðaprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi.  Skútustaðir eru bær, kirkjustaður og prestssetur við sunnanvert Mývatn.  Þar hefur verið kirkja frá fornu fari en prestssetur fyrst árið 1876.

Timburkirkjan með forkirkju og turni, sem nú stendur, var byggð 1861-63.  Hönnuður Þórarinn Benjamínsson frá Akurseli í Öxarfirði  Hún tekur um 100 manns í sæti.

Skútustaðakirkja er timburhús, 10,90 m að lengd og 6,22 m á breidd. Þakið er krossreist og upp af framstafni er ferstrendur tvískiptur turn. Neðri hluti hans er hár og breiður og á honum bryggjumyndað þak. Á því er lágur efri turn með hljómopum og hlera á hverri hlið og íbjúgu píramítaþaki. Kirkjan er klædd slagþili, þak trapisustáli, turnþök sléttu járni og hún stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju og hvorum stafni eru þrír gluggar með sex rúðum. Þeir sitja inni í veggjum sem nemur þykkt einangrunar utan á grind. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir og bjór yfir.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Skútustaðakirkja - Staðsetning á korti.

 


Skútustaðakirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd