Snartarstaðakirkja (1929)

Snartarstaðakirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Snartarstaðakirkja er í Skinnastaðaprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi.  Kirkjan á Presthólum var lögð niður 1928 og ný 80-90 sæta sóknarkirkja, steinsteypt með turni, byggð á Snartarstöðum og vígð 5. mars 1929. Ingvar Jónasson var yfirsmiður. Ljóskross var settur á hana á 50 ára vígsluafmælinu.

Henni fylgdu ekki margir gripir úr Presthólakirkju en einn þeirra er sérkennilegur koparstjaki með ártalinu 1655 og silfurkaleikur og patina frá 18. öld. Sveinungi Sveinungason í Lóni málaði aflagða altaristöflu, sem er í kirkjunni.

Nokkrir munir skemmdust í jarðskjálftanum 13. janúar 1976 en kirkjuhúsið sjálft slapp.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Snartarstaðakirkja - Staðsetning á korti.

 


Snartarstaðakirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd