Sólheimakirkja (2005)

Sólheimakirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Fyrsta skóflustunga að Sólheimakirkju var tekin 30. júní árið 2000, af frú Magneu Þorkelsdóttur og dr. Sigurbirni Einarssyni biskupi. Framkvæmdir hófust í ágúst árið 2002. Kirkjan var vígð af Herra Karli Sigurbjörnssyni biskupi Íslands, þann 3. júlí árið 2005, á sjötugasta og fimmta afmælisári Sólheima.

Sólheimakirkja rúmar 168 manns í sæti niðri en á lofti er aðstaða fyrir 26 manns, samtals 194. Í anddyri er skrúðhús, fatahengi, salerni, ræsti- og tengiherbergi. Kirkjan er 238 m2 að stærð, rúmtak hennar eru 1160 m3.

Veggir eru steinsteyptir með torfhleðslu að utan. Þak kirkjunnar er úr timbri klætt með þakpappa og rekavið. Burðarvirki í þaki eru límtré. Efnisval til byggingarinnar er í samræmi við þá stefnu Sólheima, að nota vistvæn efni.

Umsjón með smíði kirkjunnar höfðu þeir Agnar Guðlaugsson þáverandi framkvæmdastjóri Sólheima og Þorvaldur Kjartansson húsasmíðameistari.

Kirkjan var fjármögnuð af Styrktarsjóði Sólheima með peninga og efnisgjöfum einstaklinga og fyrirtækja.

Sólheimakirkja er í Mosfellsprestakalli.

Ljósmynd Jóna Þórunn.


 

Sólheimakirkja - Staðsetning á korti.

 


Sólheimakirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd