Staðarhraunskirkja við Hítardal (1954)

Staðarhraunskirkja við Hítardal

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Staðarhraunskirkja er í Staðarstaðarprestakalli í Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi. Staðarhraun er bær, kirkjustaður og prestssetur til 1970. Eftir það var kirkjunni þjónað frá Söðulholti, þar til Staðarstaður tók við. Kirkjustaðurinn er nú í eyði en samnefnt nýbýli var reist undir hraunjaðrinum nokkru sunnar. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Maríu guðsmóður.

Kirkjan, sem nú stendur, var byggð 1954. Hún er úr steinsteypu með forkirkju og turni. Hún var byggð utan um gömlu timburkirkjuna. Barbara Árnason málaði altaristöfluna 1957. Meðal fornra gripa kirkjunnar er kertahjálmur, altarisstjakar og klukka. Þessir munir voru allir fluttir frá Hítardal, þegar kirkjan þar var aflögð 1884. Staðarhrauns- og Hítardalsprestaköll voru sameinuð 1875. Klukkan ber nafn Jóns prófasts Halldórssonar í Hítardal.

Sjá um Staðarhraunskirkju á vef Húsafriðunarnefndar.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Staðarhraunskirkja við Hítardal - Staðsetning á korti.

 


Staðarhraunskirkja við Hítardal - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd