Staðastaðarkirkja (1945)

Staðastaðarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Á Staðarstað er kirkjustaður og prestssetur.  Í kaþólskum sið var á Staðarstað kirkja helguð Maríu guðsmóður.  Núverandi kirkja er steinkirkja, reist á árunum 1942-1945, með forkirkju og turni og tekur um 100 manns í sæti.

Líklegast er Staðastaður einn sögufrægasti bær á Snæfellsnesi.  Þar er t.d. talið að Ari fróði, faðir íslenskrar sagnaritunar, hafi búið og er þar minnisvarði um hann eftir Ragnar Kjartansson myndhöggvara og var minnisvarðinn afhjúpaður þann 22. ágúst 1981. Niðjar Ara áttu heima á Staðarstað og höfðu þar mannaforráð.

Margir stórmerkir prestar hafa setið á Staðarstað, enda þótti brauðið auðugt og var eftirsótt. Á árunum 1868-1945 sat þar séra Kjartan Kjartansson sem margir telja vera fyrirmynd séra Jóns prímusar úr bók Laxness um Kristnihald undir Jökli.  Samkvæmt þjóðsögunum á Galdra-Loftur einnig að hafa endað ævi sína á Staðarstað. Galdra-Loftur á að hafa plataði bóndann á Tröðum til að lána sér bátinn sinn. Réri hann svo út og hefur ekkert sést til hans síðan.  Sagan segir að grá og loðin hönd hafi sést draga bátinn í haf.

Staðastaðarkirkja er í Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Staðastaðarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Staðastaðarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd