Stafkirkjan í Vestmannaeyjum (2000)

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Stafkirkjan í Vestmannaeyjum var afhent og vígð sunnudaginn 30. júlí 2000 en kirkjan er þjóðargjöf Norðmanna til Íslendinga í tilefni þúsund ára kristnitökuafmælis á Íslandi.

Eftir því sem best er vitað hefst saga kirkjubygginga í Vestmannaeyjum árið 1000. Þá reistu þeir Hjalti Skeggjason og Gissur hvíti kirkju á Hörgaeyri (sjá Kristnisögu) vegna þess að þar komu þeir fyrst að landi í för sinni frá Ólafi konungi Tryggvasyni til Alþingis. Kirkjan var því reist að boði Ólafs.

Stafkirkjan við Hringskersgarð var reist árið 2000 til minningar um þá kirkjubyggingu. Sú kirkja er gjöf frá norsku þjóðinni. Kirkja Hjalta og Gissurar var helguð heilögum Klemensi, verndara sæfarenda, og var það sannkölluð kristnitökukirkja. Hún getur talist fyrsta sóknarkirkjan á Íslandi sökum þess að hún var afhent öllum íbúum Vestmannaeyja. Þess má geta að til eru ýmsar tilgátur um Klemensarkirkju.

Lesa má ýtarlega um sögu Stafkirkju á Heimaslóð.is.


 

Stafkirkjan í Vestmannaeyjum - Staðsetning á korti.

 


Stafkirkjan í Vestmannaeyjum - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur