Stokkseyrarkirkja (1886)

Stokkseyrarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Kirkja hefur verið á Stokkseyri frá fornöld og átti meginhluti hreppsins kirkjusókn þangað. Stokkseyrarkirkja var Maríukirkja í kaþólskum sið og er hún fyrst nefnd í heimildum í kirknatali Páls biskups Jónssonar um 1200. Kirkjan var bændakirkja til ársins 1886 er söfnuðurinn tók við henni.

Nokkur gamla og merka gripi á kirkjan, og má þar til nefna kirkjuklukku sem er steypt 1762 og er talin gjöf til kirkjunnar frá Brynjólfi Sigurðssyni, sýslumanni í Hjálmholti en hann var eigandi kirkjunnar á þessum tíma.

Endurbyggði hann kirkjuna 1752 og var það fyrsta timburkirkjan sem byggð var á Stokkseyri.

Kirkja sú er nú stendur er fimmta timburkirkjan sem byggð hefur verið. Hún er frá árinu 1886, timburkirkja járnklædd, 12,7m x 7,7m að stærð og kórinn 3,8m x 3,8m. Yfirsmiður var Jón Þórhallason trésmiður á Eyrarbakka.

Sérstök þjóðtrú var bundin við kirkjuna í sambandi við sjósóknina á Stokkseyri. Það var gömul trú að skip mundi ekki farast á réttu sundi ef rekatré væri í sundmerkinu og kirkjan stæði opin. Var því lengi fram eftir 20. öld siður að opna kirkjuna þegar bátar voru á sjó í misjöfnu veðri.

Ljósmynd Sigurður Herlufsen.


 

Stokkseyrarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Stokkseyrarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd