Stóra-Núpskirkja (1909)

Stóra-Núpskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Í Suðurlandsskjálftanum 1896 stóð kirkjan eitt húsa á Stóra-Núpi, svo að presturinn varð að flytja með fjölskyldu sinni í kirkjuna. Þá bjó séra Valdimar Briem á Stóra-Núpi. Þessi kirkja stóð til 29. desember 1908 eða í 32 ár, þegar hún fauk og brotnaði í spón.

Kirkjan, sem nú stendur, var reist 1909 eftir teikningum Rögnvaldar Ólafssonar.   Gestur Einarsson á Hæli var umsjónarmaður með byggingu kirkjunnar og réði Bjarna Jónsson frá Galtafelli sem yfirsmið og Ásgrím Jónsson til að mála altaristöflu.

Minnismerki var reist 4. september 1988 um hr. Valdimar Briem, víglubiskups og skáld gerður af Helga Gíslasyni. Nýtt orgel var fært kirkjunni á 80 ára afmæli hennar, gert af Björvini Tómassyni, orgelsmið.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Stóra-Núpskirkja - Staðsetning á korti.

 


Stóra-Núpskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd