Stóra-Vatnshornskirkja (1971)

Stóra-Vatnshornskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Stóra-Vatnshornskirkja er í Hjarðarholtsprestakalli í Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi. Stóra-Vatnshorn er bær og kirkjustaður í Haukadal. Katólskar kirkjur staðarins voru helgaðar Guði, Maríu guðsmóður, Andrési og Pétri postulum, Ólafi helga, Noregskonungi, og Þorláki helga. Kirkjan var útkirkja frá Kvennabrekku til 1969, þegar hún var lögð til Búðardals í Hjarðarholtssókn.

Kirkjan, sem nú stendur, var vígð 15. ágúst 1971. Hún er úr timbri og stendur á steyptum grunni. Hún er rislanga frá grunni með afþiljaðri forkirkju og sönglofti. Klukknaportið norðan við kirkjuna er í sama stíl. Guðmundur Kristjánsson frá Hörðubóli skar út skírnarsáinn og vegghillu. Altarisbríkin er gömul en flestir gripa kirkjunnar eru varðveittir í minjasafninu á Laugum í Sælingsdal.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Stóra-Vatnshornskirkja - Staðsetning á korti.

 


Stóra-Vatnshornskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd