Suðureyrarkirkja (1937)

Suðureyrarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Suðureyrarkirkja er í Staðarprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi.

Talið er, að fyrrum hafi verið Bænhús í Vatnsdal og á Suðureyri. Prestssetrið á Stað í Súgandafirði var formlega flutt til Suðureyrar 1982, þegar Staður var seldur.  Þá höfðu prestar setið tíu árin á undan í kauptúninu.

Núverandi var kirkja vígð 1937, er steinsteypt og tekur um 150 manns í sæti..  Meðal merkra gripa hennar er altaristafla eftir Brynjólf Þórðarson, listmálara.  Þar vígðist séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir  til brauðsins 1974 og sat í eitt ár.  Hún var fyrsti kvenprestur landsins.

Ljósmynd Sigurður Herlufsen.


 

Suðureyrarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Suðureyrarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd