Svalbarðskirkja í Þistilfirði (1848)

Svalbarðskirkja í Þistilfirði

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Svalbarðskirkja er í Þórshafnarprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi. Þar var prestssetur frá ómunatíð, allt til 1928, þegar Páll Hjaltalín Jónsson (1871-1942), prófastur N-Þingeyinga, flutti til Raufarhafnar, þar sem hann reisti sér hús við útkirkju sína. Árið 1952 varð Svalbarðskirkja útkirkja frá Raufarhöfn og sóknin þar að sérstöku prestakalli. Kaþólskar kirkjur á Svalbarði voru helgaðar Pétri postula.

Séra Vigfús Sigurðsson (1811-1889) lét byggja núverandi kirkju 1848 úr timbri á hlöðnum steingrunni. Hún er turnlaus og klædd breiðum, standandi borðum og tjörguðu pappaþaki og byrðingi.

Þórarinn Benjamínsson, bóndi og smiður í Efri-Hólum í Núpasveit, smíðaði innréttinguna, prédikunarstólinn og kórdyrnar. Tafla með áletrun er yfir kirkjudyrum. Í kirkjunni er gömul altaristafla, sem sýnir Kvöldmáltíðina. Á kórþili hanga handskrifuð erfiljóð í ramma. sem eru eftir Bólu-Hjálmar.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Svalbarðskirkja í Þistilfirði - Staðsetning á korti.

 


Svalbarðskirkja í Þistilfirði - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd