Þorgeirskirkja (2000)

Þorgeirskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Þorgeirskirkja á Ljósavatni var reist í minningu kristnitökunnar á Alþingi árið 1000 og til heiðurs Þorgeiri Ljósvetningagoða sem þá var lögsögumaður og olli mestu um það að hin nýja trú var lögtekin með friðsamlegum hætti.

Á þinginu klofnuðu heiðnir menn og kristnir í tvær öndverðar fylkingar og sögðust úr lögum hvorir við aðra. Þá var Þorgeiri goða falið að miðla málum og setja lög bæði heiðnum mönnum og kristnum, þótt hann væri sjálfur heiðinn. Lagðist hann undir feld sinn síðdegis og hvíldi þann dag allan og nóttina eftir án þess að mæla orð, en um morguninn gekk hann til Lögbergs og flutti áhrifamestu ræðu Íslandssögunnar. Hann brýndi fyrir mönnum að halda frið í landinu og ein lög, og kom svo máli sínu að allir hétu því að hlíta lögum hans. Mælti hann síðan svo fyrir að allir menn skyldu kristnir vera og skírn taka á landi hér.

Kirkjan var vígð í ágúst árið 2000.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Þorgeirskirkja - Staðsetning á korti.

 


Þorgeirskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd