Þverárkirkja (1878)

Þverárkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Þverárkirkja er í prestakalli Grenjaðarstaðar í Þingeyjarprófastsdæmi.  Þverá er bær og kirkjustaður í Laxárdal.  Þar voru katólskar kirkjur helgaðar Pétri postula.  Núverandi kirkja er úr höggnu móbergi með kalklími. Jón Jóakimsson, bóndi á Þverá byggði hana 1878.  Grjótið var flutt austan úr heiðinni, handan Laxár, þegar hún var ísi lögð  Kirkjugarðurinn er umhverfis hana og hlaðinn að mestur úr höggnu móbergi.  Kirkjan er hvítmáluð með bláa hvelfingu skreytta stjörnum og tekur 60 manns í sæti.

Þverárkirkja er enn bændaeign og er Áskell eigandi hennar. Kirkjan þykir hið fegursta hús, en á henni er turn og í honum búið um tvær klukkur með ramböldum. Nokkrum sinnum hefur verið gert við kirkjuna, síðast 1957, og var hún þá m.a. máluð að utan og innan og litaðar rúður settar í austurstafnglugga.

Arngrímur Gíslason, málari, sem dvaldi í Laxárdal um skeið, málaði altaristöfluna. Foreldrar hans bjuggu um tíma á Auðnum.

Áskell Jónsson, afabarn Jóns Jóakimssonar kirkjusmiðs, stóð fyrir viðgerð og útvíkkun kirkjugarðsins.  Garðurinn umhverfis hann var endurhlaðinn á árunum 2000-01 og stækkaður til norðurs, því að hann var næstum fullgrafinn.  Til þessa verks fékkst styrkur úr kirkjugarðssjóði.

Á Þverá í Laxárdal er torfbær, sem Áskell ólst upp í.  Þar eru líka merk útihús úr torfi og fjárhúsin frá 1850 og fjós, sem er áfast bæjarhúsunum,  hafa verið gerð upp.  Í Þjóðminjasafni hafa verið uppi hugmyndir um rekstur bús með gömlum vinnuaðferðum til að sýna ferðamönnum og komandi kynslóðum þennan hluta af menningararfi þjóðarinnar.  Þverá er tilvalin til að gegna þessu hlutverki, því að þar er að finna heildstæðustu búsetuminjar, sem til eru á landinu.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Þverárkirkja - Staðsetning á korti.

 


Þverárkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd