Úlfljótsvatnskirkja (1914)

Úlfljótsvatnskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Úlfljótsvatnskirkja er í Mosfellsprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Hún var byggð á fornu kirkjustæði á höfða rétt við vatnið í útgröfnum kirkjugarði árið 1914. Þetta er vegleg timburkirkja með stórum turni, sem bætt var við hana 1961.

Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Maríu guðsmóður og henni var þjónað frá Þingvöllum þá og síðar. Hún er nú annexía frá Mosfelli í Grímsnesi.

Gissur Bjarnason (1660-1727) þjónaði staðnum um tíma frá Þingvöllum eftir að hafa verið vikið úr embætti í Meðallandsþingum 1701. Síðar varð hann prestur í Breiðuvíkurþingum og átti þar í ýmsum vanda. Hann drukknaði í síki í Kaupmannahöfn.

Á árunum 1929-1933 keypti Rafmagnsveita Reykjavíkur (nú Orkuveita Reykjavíkur) jörðina Úlfljótsvatn og vatnsréttindi að vestanverðu í Efra Sogi, Ljósafossi og Írafossi. Jörðin er talin vera um 1397 ha. Af þeim fimm jörðum sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur í Grafningi liggur Úlfljótsvatn lægst.

Ljósmynd Jóna Þórunn.


 

Úlfljótsvatnskirkja - Staðsetning á korti.

 


Úlfljótsvatnskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd