Útskálakirkja (1863)

Útskálakirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Útskálakirkja er í Útskálaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Hún er úr timbri og  var reist árið 1861-63 að frumkvæði sóknarprestsins, síra Sigurðar B. Sívertsens (1808-1887).  Hönnuður var Einar Jónsson frá Brúarhrauni.  Árið 1895 var hún lengd til austurs og forkirkja reist.  Hönnuður þessara breytinga var Jóhannes Böðvarsson frá Útskálum.

Kirkjan er byggð úr timbri og járnvarin. 1975 var forkirkja stækkuð og komið þar fyrir snyrtiherbergjum, geymslu og skrúðhúsi. Að innan er kirkjan máluð og skreytt af Áka Gränz, málarameistara, hann skýrði jafnframt upp gamla skrautmálningu sem nær var horfin. Prédikunarstóll kirkjunnar var keyptur úr Dómkirkjunni í Reykjavík árið 1886. Altaristaflan sýnir boðun Maríu, stór mynd, gefin kirkjunni árið 1878.

Kirkja hefur líklega verið á Útskálum frá fyrstu tíð, hennar er fyrst getið í kirknaskrá Páls biskups frá um 1200. Þá var kirkja einnig á Kirkjubóli, en þeirrar kirkju er síðast getið í heimildum frá 14. öld. Dýrlingar kirkjunnar í kaþólskri trú voru Pétur postuli og Þorlákur helgi.

Einn hryggilegasti atburður sjóferðarsögu Íslands tengist kirkjunni. Þann 8.mars 1685 fórust 136 á sjó, flestir af Suðurnesjum, um nóttina rak 47 lík á land í Garðinum og var 42 þeirra búin sameiginleg gröf í Útskálakirkjugarði. Það er talið að aldrei hafi jafn margir verið jarðaðir á sama degi frá sömu kirkju á Íslandi.


 

Útskálakirkja - Staðsetning á korti.

 


Útskálakirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd