Vatnsfjarðarkirkja (1912)

Vatnsfjarðarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Vatnsfjörður er fornt og sögufrægt höfuðból við samnefndan fjörð, innst á Vatnsfjarðarnesi milli Mjóafjarðar og Ísafjarðar í Ísafjarðardjúpi. Fram að 16. öld var þar mikilvægt höfðingjasetur en frá siðaskiptum hefur verið þar kirkjustaður og prestsetur þar til nýverið. Eftir siðaskipti varð Vatnsfjörður prófastssetur Ísafjarðarprófastsdæmis og var eitt víðlendasta prestakall á landinu.

Núverandi kirkja í Vatnsfirði var byggð úr steini á árunum 1911-12. Hún tekur um 60 manns í sæti. Vatnsfjarðarkirkja á marga fágæta gripi, en nokkrir eru komnir til Þjóðminjasafns. Þar á meðal eru prédikunarstóll og annar stóll, skorinn og skreyttur af séra Hjalta Þorsteinssyni (1665-1754). Merkasti gripurinn í kirkjunni er allstór róðukross sem hangir á kórgafli vinstra megin við altari, gerður af Guðmundi Pálssyni bíldhöggvara (d. 1888). Altaristaflan er danskt málverk er sýnir upprisuna, með ártalinu 1860. Í kirkjunni er skírnarfontur, skál úr silfri eftir Guðjón Bernharðsson gullsmið og gamall og merkur ljósahjálmur.

Vatnsfjarðarkirkja er í Staðarprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi.


 

Vatnsfjarðarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Vatnsfjarðarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd