Vídalínskirkja (1995)

Vídalínskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Vídalínskirkja er í Garðaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Fyrsta skóflustunga að Vídalínskirkju var tekin 1990 af Sveinbirni Jóhannessyni, bónda á Hofsstöðum í Garðabæ, en hann gaf lóðina undir kirkjuna. Arkitekt var Skúli Norðdahl. Hornstein að kirkjunni lagði þáverandi sóknarprestur og prófastur Kjalarnessprófastsdæmis, sr. Bragi R. Friðriksson.

Kirkjan var vígð 30. apríl 1995 af þáverandi biskupi Íslands, herra Ólafi Skúlasyni. Kirkjan tekur 300 manns í sæti og er opnanlegt milli kirkjuskips og safnaðarheimilis og rúmast þá 600 manns í kirkjunni. Safnaðarheimilið er stórt og rúmgott með fjórum misstórum sölum og fullkomnu eldhúsi. Skrifstofa presta er í kirkjunni og aðstaða öll hin ákjósanlegasta.

Ljósmynd Sigurður Herlufsen.


 

Vídalínskirkja - Staðsetning á korti.

 


Vídalínskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd