Víkurkirkja (1934)

Víkurkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Kirkjan var reist í kauptúninu á árunum 1932-34, steinsteypt með kór og turni.  Tekur hún um 200 manns.  Víkurkirkja á ýmsa góða hluti, meðal annars altaristöflu eftir Brynjólf Þórðarson.  Í kirkjunni eru einnig merkir munir úr Höfðabrekkukirkju sem fauk 1920, m.a. kaleikur og patína úr silfri frá 1759 eftir Sigurð Þorsteinsson silfursmið í Kaupmannahöfn og oblátuöskjur úr silfri frá 1732.

Ljósmynd Tómas Adolf Ísleifur Bickel.


 

Víkurkirkja - Staðsetning á korti.

 


Víkurkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd