Villingaholtskirkja (1911)

Villingaholtskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Villingaholtskirkja er í Hraungerðisprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Hún var byggð á árunum 1910-1911 úr járnvörðu timbri á hlöðnum grunni. Hún er með turni og sönglofti og tekur 100 manns í sæti. Hönnuður kirkjunnar var Jón Gestsson forsmiður og bóndi í Villingaholti. Altaristaflan er erlend, máluð Kristsmynd frá 1878. Kirkjan á ljósprentuð eintök af Guðbrandsbiblíu og Landnámabók. Í kirkjunni er útskorinn skírnarsár. Kaþólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Pétri postula.

Kirkjan skemmdist töluvert í jarðskjálftunum 2000 og 2008 þannig að loka varð henni um tíma meðan viðgerðir stóðu yfir.

Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Ljósmynd Jóna Þórunn.


 

Villingaholtskirkja - Staðsetning á korti.

 


Villingaholtskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd